Messa og tónleikar í Flóanum

Í dag kl. 14:00 verður messa í Gaulverjabæjarkirkju og að henni lokinni mun Árnesingakórinn í Reykjavík syngja í Félagslundi.

Félagar úr Árnesingafélaginu í Reykjavík ætla að fjölmenna í kirkjuna og Árnesingakórinn í Reykjavík mun syngja við messuna, ásamt kirkjukór sveitarinnar. Stjórnandi kórsins er Gunnar Ben og undirleikari Bjarni Þ. Jónatansson.

Að messu lokinni heldur Árnesingakórinn tónleika í Félagslundi. Flutt verða lög eftir Sigfús Halldórsson sem kórinn flutti síðastliðið vor í tilefni afmælis skáldsins.

Að tónleikum loknum býður kirkjukór Gaulverjabæjarhrepps upp á kaffi. Allir eru hjartanlega velkomnir aðgangur er ókeypis.

Fyrri greinButler með stórleik gegn Fjölni
Næsta greinEldur í súrheysturni