Messa og kökubasar á Stokkseyri

Frá sjómannadeginum á Stokkseyri 2020. Ljósmynd/arborg.is

Sjómannadagsmessa verður í Stokkseyrarkirkju sunnudaginn 6.júní kl. 11:00. Lagður verður krans við minnisvarða um drukknaða sjómenn.

Í hádeginu hefst svo kökubasar en í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verður Kvenfélag Stokkseyrar með kökubasar í barnaskólanum á Stokkseyri í stað hefðbundinnar kaffisölu. Basarinn hefst kl. 12:00.

Fyrri greinGlæsileg dagskrá um helgina í Þorlákshöfn
Næsta greinSelfoss á toppnum þrátt fyrir fyrsta tapið