Merki félaga á sýningu

Þessa dagana stendur yfir sýning Þorlákshafnarbúans Rafns Gíslasonar í Gallerí undir stiganum í Þorlákshöfn þar sem hann sýnir merki félaga sem hann hefur hannað og teiknað.

Flest merkjanna tengjast íþróttafélögum og hefur Rafn valið að sýna íslensk merki á þessari sýningu en hann hefur einnig hannað ófá merki fyrir erlend íþróttafélög.

Þarna má sjá yfir tuttugu merki sem eru í notkun í dag auk merkja sem ekki er verið að nota.

Rafn er að mestu sjálfmenntaður í grafískri hönnun. Sýningin mun standa yfir út marsmánuð og er opin á opnunartíma bókasafnsins.

Fyrri greinForystufólk heiðrað á héraðsþingi
Næsta greinHefja innheimtu bílastæðagjalds