Menningin blómstrar á Sólheimum

Menningarveisla Sólheima er enn í fullum gangi. Í dag, laugardag, er boðið upp á harmonikkutónleika og fyrirlestur um vatnasvæði Þjórsár.

Kl. 14 eru harmonikkutónleikar með Jóni Þorsteini í Sólheimakirkju.

Kl. 15 heldur Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, fyrirlestur um fiska og veiði á vatnasvæði Þjórsár í Sesseljuhúsi.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis!

www.solheimar.is

Fyrri greinRangæingar réðu ferðinni
Næsta greinFrábær mæting í morgunmatinn