Menningarmánuðurinn hefst á laugardag

Fyrsti menningarviðburðurinn í menningarmánuðinum október í Árborg verður laugardaginn 1. október.

Þá opnar Gunnar Marel Hinriksson ljósmyndasýninguna „Selfoss – ljósmyndir“ í Listagjánni kl. 11:00. Sýningin er sett upp í tilefni af útkomu samnefndrar bókar í Bókasafni Árborgar á Selfossi..

Aðrir dagskrárliðir menningarmánaðarins:

2. október – Íþróttahúsið á Stokkeyri
– Árleg sviðaveisla Hrútavinafélagsins Örvars fer fram í íþróttahúsinu kl. 20:00.

6. okóber – Gimli á Stokkseyri kl. 20:00
– Myndlistarfélag Árnesinga og handverksmarkaðurinn á Stokkseyri opna formlega sýningu og markað í Gimli. Lifandi tónlist og ávörp. Dagskrá hefst kl. 18:00 og boðið er upp á kaffi og með því.

7. október – Bókasafn Árborgar á Selfossi
– Skósýningin „Á gangi gegnum lífið; skór og aftur skór!“ opnar í bókasafninu kl.10:00. Gamlir og nýjir skór í bland ásamt skemmtilegum sögum.

7. – 9. október – Selfoss
– Landsmót samtaka íslenskra skólalúðrasveita (SÍSL) haldið á Selfossi. Tónleikar í íþróttahúsi Vallaskóla sunnudaginn 9. okt.

8. október – Bókasafn Árborgar á Selfossi
– Gunnar Marel Hinriksson kynnir bókina „Selfoss – ljósmyndir“ í bókasafninu kl.11:00

13. október – Hótel Selfoss kl. 20:00
– Áhrif/Innrás Dana á Selfoss. Farið yfir sögu danskrar menningar á Selfossi í máli og myndum. Tónlistaratrið og fl. Kvöldið hefst kl.20:00

18. október – Tryggvaskáli kl. 20:00
– 120 ára afmæli Ölfusárbrúar og 150 ára afmæli Hannesar Hafsteins minnst. Sagan rifjuð upp í bland við tónlistaratriði.

21. október – Gónhóll Eyrarbakka kl. 20:00
– Talið niður í októberfest. Slegið upp októberfestifal með sönghóp Örlygs Ben.

29. október – Hvíta Húsið á Selfossi kl. 20:00
– Minningarkvöld um Steina Spil. Farið yfir sögu Steina og spiluð lög eftir hann.

Fyrri grein4. bekkingar heimsóttu Reyki
Næsta greinKanna möguleika á uppbyggingu hjúkrunarheimilis