Menningarmánuðurinn undirbúinn

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar undirbýr nú menningarmánuðinn október en boðið verður upp á fjögur menningarkvöld í mánuðinum.

Kvöldin á Selfossi munu fjalla um gamla Selfossbíó, Bifreiðastöð Selfoss, Fossnesti og Inghól.

Eitt skemmtikvöld verður á Eyrarbakka og menningardagur á Stokkseyri þar sem farið verður yfir sögu Umf. Stokkseyrar.

Fyrri greinSASS ályktar um umdæmamörk nýrra lögregluembætta
Næsta greinSelur rafmagn úr sunnlensku roki