Menningarganga Bókabæjanna á Stokkseyri

Á Stokkseyri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hin árlega menningarganga Bókabæjanna austanfjalls fer fram á Stokkseyri að þessu sinni. Lagt verður af stað frá kaffihúsinu Gimli kl. 11:00 laugardaginn 27. apríl næstkomandi.

Þórður Guðmundsson mun leiða gesti göngunnar um Stokkseyri og segja frá mörgu markverðu tengdu þorpinu.

Gangan verður um klukkustundar löng og er fólk hvatt til þess að klæða sig eftir veðri.

Aðgangur er ókeypis en gangan er hluti af menningarhátíðinni Vor í Árborg.

Fyrri greinFylgst með veikindum hrossa
Næsta greinBæjarstarfsmenn fá frítt í sund