Menningarferð um fuglafriðlandið

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar í samstarfi við Fuglavernd býður til menningarferðar um Fuglafriðlandið í Flóa í kvöld kl. 20.

Félagar frá Fuglavernd munu leiða gesti um svæðið en gangan mun taka c.a. einn og hálfan tíma. Lagt verður af stað frá fuglaskoðunarskýlinu. Gott er að vera í góðum skóm eða stígvélum því blautt getur verið á svæðinu og svo er sniðugt að hafa meðferðis sjónauka og fuglahandbók.

Ókeypis er í ferðina og eru allir velkomnir en lagt verður af stað á bílum frá Ráðhúsi Árborgar kl. 19:40 fyrir þá sem ekki eru kunnugir. Einnig er hægt að mæta beint að fuglaskoðunarskýlinu við bílastæðin.

Fyrri greinGlæsilegir sigrar HSK fólks
Næsta grein„Ágætis árangur miðað við aldur og fyrri störf“