Með vængjaþyt og söng

Bryndís Guðjónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Næstu tónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn í Strandarkirkju verða næstkomandi sunnudag, þann 3. júlí klukkan 14.

Á tónleikunum kemur fram ung vonarstjarna, Bryndís Guðjónsdóttir sópran og með henni leikur Ingunn Hildur Hauksdóttir á píanó og orgel.

Yfirskrift tónleikanna er „Með vængjaþyt og söng“ en á efnisskránni eru íslensk þjóðlög og sönglög eftir Þórarinn Jónsson, Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson, Þórarinn Guðmundsson og Gunnar Þórðarson ásamt verkum eftir Pergolesi, Orff, Salerno og Alyabyev.

Aðgangseyrir er kr. 3.500 en tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Tónlistarsjóði.

Fyrri greinLove Guru flytur Kótelettulagið í ár
Næsta greinBryggjuhátíðin um helgina