Markaður og kaffihús í Sunnulækjarskóla

Í dag milli kl. 16:30 og 17:30 verður markaður, myndlistarsýning, kaffihús og upplestur í Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Þetta er uppskeruhátíð þar sem nemendur í 8. bekk munu kynna og selja handunnar vörur. Í vetur unnu þeir að verkefnum í vöruþróun þar sem þeir kynntust ferlinu frá hugmynd til framleiðslu vöru. Nemendur stofnuðu fyrirtæki gáfu því nafn, hönnuðu og framleiddu vöru sem nú er til sölu.

Fjölbreyttur varningur er til sölu, t.d. skartgripir, húfur, vettlingar, púðar, ostabakkar og fleira. Vöruverði er stillt í hóf og gott fyrir gesti að taka klinkbudduna með.

Á staðnum verður kaffihús þar sem hægt verður að kaupa kaffi, kökur og djús og nemendur munu lesa frumsamdar örsögur.

Fyrri greinHelmingi minna plantað í Hekluskóga
Næsta greinSvaðbælisá flæddi yfir varnargarða