Maríumessa og lokatónleikar Engla og manna

Maríumessa og lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn verða næstkomandi sunnudag, 12. ágúst í Strandarkirkju og hefjast kl. 14:00.

Sr. Baldur Kristjánsson og Guðmundur Brynjólfsson djákni þjóna fyrir altari og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Björg Þórhallsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja og Elísabet Waage leikur á hörpu.

Áralöng hefð er nú orðin fyrir því að fella saman guðsþjónustu og lokatónleika hátíðarinnar á þessum tíma, sem ber upp á Maríumessu að sumri. Þar eru þakkaðar gjafir jarðar og lof m.a. sungið til Mariu meyjar, sem er verndardýrlingur kirkjunnar.

Í guðsþjónsutunni syngja söngkonurnar englalög og dúetta ásamt að leiða almennan safnaðarsöng. Á tónleikunum, sem koma strax í kjölfið verður slegið á létta og ástríka strengi þar sem m.a. heyrist allt frá klassískum perlum til dægurlaga og óperudúetta.

Fyrri greinSuðurlandsvegi lokað í Eldhrauni
Næsta greinRagnarsmótið hefst á miðvikudag