Marína Ósk telur í Suðurlandsdjazzinn

Marína Ósk.

Boðið verður upp á hinn vinsæla Suðurlandsdjazz við Tryggvaskála á Selfossi næstu níu laugardaga klukkan 15:00.

Fyrst til að mæta til leiks, laugardaginn 17. júní, verður Marína Ósk en hún er ein af frambærilegustu jazzsöngkonum landsins. Hún mun búa til einstaka stemningu með Leifi Gunnarssyni, kontrabassaleikara frá Selfossi og Jóni Ingimundar pianóleikara. Þau munu leika ljúfa standarda fyrir gesti og gangandi.

Frítt er á alla tónleikana við Tryggvaskála í sumar í boðið SASS, CCEP, Tryggvaskála og Sub ehf.

Fyrri greinSamþykktu framkvæmdaleyfi vegna Hvammsvirkjunar
Næsta greinEinstök kvöldstund með Magnúsi & Jóhanni