María sýnir í Listagjánni

Fimmtudaginn 3. nóvember opnar í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi ljósmyndasýning Maríu Elínardóttur. Sýningin verður opin til 29. desember næstkomandi.

María er fædd í Reykjavík og útskrifaðist með BA gráðu í ljósmyndun frá FAMU í Prag árið 2013. Hún er nú að vinna að meistargráðu frá sama skóla.

Á undanförnum árum hefur María haldið fjöldann allan af einka-og samsýningum um allan heim. Hún hefur sýnt í Tékkóslóvakíu, Swiss, Frakklandi, Kína og Slóvakíu svo nokkrir staðir séu nefndir. Haldið fimm einkasýningar og tekið þátt í 27 samsýningum.

María hefur undanfarin átta ár unnið margvísleg verk og notað bókmenntir og ljósmyndir saman til að segja sínar sögur.

Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins frá 10-19 virka daga og 11-14 á laugardögum.