Margbreytileikinn í myndum

Föstudaginn 9. maí var opnuð ljósmyndasýning í Ráðhúsinu Höfn, ljósmyndasýning sem ber yfirskriftina Margbreytileikinn í myndum.

Sýningin er samvinnuverkefni Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, Menningarráðs Suðurlands og ljósmyndarans Jolanta Świercz. Ljósmyndirnar sýna einstaklinga af ýmsum þjóðernum í margbreytilegum störfum og verkefnum í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Jolanta hefur verið búsett á Hornafirði um nokkurt skeið en kemur frá Póllandi og heillaðist að landi og þjóð og ákvað að setjast hér að ásamt eiginmanni og syni. Hún hefur stundað ljósmyndun um langt skeið ásamt því að vera virk í Scrapbooking sem er listrænt skreytingarform á myndum.

Sýningin verður opin til 1. ágúst og allir hvattir til að mæta.