Málþing, ljósmyndasýning og afmælishátíð

Á laugardaginn, 11. febrúar, verður haldið upp á 100 ára afmæli Hrossaræktarfélags Hrunamanna með málþingi og afmælishátíð.

Kl. 14 verður málþing í félagsheimilinu á Flúðum og um kvöldið verður mikil hátíð með veislumat að hætti Hótels Flúða. Einnig verður sett upp ljósmyndasýning í Félagsheimilinu.

Á málþingið koma þeir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og Gunnar Arnarson, hrossaræktandi með meiru í Auðsholtshjáleigu. Allir sem áhuga hafa á hrossarækt eru hvattir til að koma og hlusta á fróðleg erindi. Frítt er inn á málþingið og kaffiveitingar í boði Hrossaræktarfélagsins.

Afmælishátíðin hefst svo kl. 20:30 en húsið opnar kl. 20:00 með fordrykk í boði Líflands. Blóm og kransar eru vel þegnir sem og stuttar skemmtilegar ræður. Veislustjórn og skemmtiatriði verða í höndum þeirra Davíðs og Stefáns.