Magnús Karel segir frá húsunum á Bakkanum

Ljósmyndasýningunni "Miðbærinn – söguleg byggð" í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi lýkur nú um helgina.

Af því tilefni ætlar Magnús Karel Hannesson að vera með leiðsögn um sýninguna, í dag, föstudaginn 25. maí frá klukkan 16:00 til 17:30 og segja frá húsunum á Bakkanum.

Fyrri greinGuðfinna Gunnars: Mjúku málin eiga að vera hörðu málin
Næsta greinJón Daði í Nettó á laugardag