Magnús Þór fékk menningar-verðlaun Hveragerðis

Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður hlaut menningarverðlaun Hveragerðis árið 2010 sem afhent voru á 17. júní.

Í máli Gísla Páls Pálssonar, formanns menningar-, íþrótta- og frístundanefndar Hveragerðis, kom m.a. fram að Magnús hafi byrjaði að semja lög 16 ára gamall þegar hann var á sjó en fyrsta hljóðfærið með í þeirri sjóferð var þriggja strengja gítar.

Magnús fluttist til Hveragerðis haustið 2001 ásamt konu sinni og tveimur sonum. Hann hefur á ferli sínum samið ógrynni góðra laga. Í apríl 2006 samdi Magnús Hveragerðislagið í tilefni af 60 ára afmælis bæjarins. Hann samdi það undir áhrifum af umhverfi bæjarins og ber lagið glöggt þess merki.

Frægasta lag Magnúsar er án vafa Ísland er land þitt og samdi hann það árið 1981 við texta Margrétar Jónsdóttur frá 1944. Lagið varð ekki vinsælt strax heldur liðu nokkur ár áður en það almennilega sló í gegn meðal landsmanna. Í dag líta margir á þetta lag sem ígildi þjóðsöngs, svo fallegt og þjóðlegt þykir lagið. Við hátíðahöldin í Laugaskarði fluttu þær Berglind María, Dagný Lísa og Sædís lagið til heiðurs Magnúsi.

Fyrri greinUppboð hjá lögreglunni á föstudaginn
Næsta greinByrjaði fjögurra ára að hella uppá