Magnaður flutningur ML-kórsins á Shallow

Kór Menntaskólans að Laugarvatni hélt sína árlegu vortónleika nú í vikunni, í Skálholtskirkju á mánudag og í Guðríðarkirkju í Grafarvogi á þriðjudag.

Tónleikarnir voru vel sóttir og efnisskráin var mjög fjölbreytt. Óhætt er að segja að kórinn hafi komið mörgum sínum dyggustu aðdáendum á óvart með magnaðri frammistöðu en yfirbragð tónleikanna var bæði létt og hátíðlegt. 

Auk þess að gleðja áhorfendur lét kórinn lét gott af sér leiða og helmingurinn af ágóðanum af tónleikum rann til Krabbameinsfélags Íslands.

Pálmi Hilmarsson, húsbóndi í ML, tók myndbandið sem fylgir fréttinni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir að leyfa birtingu á því. Þar syngur kórinn lagið Shallow úr myndinni A Star is Born.

Eyrún Jónasdóttir er stjórnandi ML-kórsins en hún og kórinn fengu fyrr í vetur Menntaverðlaun Suðurlands. Síðastliðna tvo vetur hafa um 65% nemenda skólans verið í kórnum og er það líklega einsdæmi að um 2/3 allra nemenda framhaldsskóla séu í kór viðkomandi skóla.

Fyrri greinGuðmundur Kr. kjörinn heiðursfélagi Umf. Selfoss
Næsta greinHamar steinlá í bikarnum