Love Guru og Villi Neto bjóða í Sleik og Dans

Ljósmynd/Aðsend

Í dag kemur út nýr gleðisöngur þar sem sjálfur Ástarguðinn Love Guru og Vilhelm Neto sameina krafta sína. Lagið heitir Sleik og Dans og er um nákvæmlega það sem þjóðin hefur óskað sér, að komast í sleik og dansa.

Love Guru er dularfullur karakter sem gefur yfirleitt ekki kost á viðtölum en í örstuttu símtali við ritstjóra sunnlenska.is sagði hann að um væri að ræða „ekkert nema geggjað partý væb og gott stuð.“ Þeir Love Guru og Villi eru vel studdir í laginu því Lísa Einarsdóttur syngur bakraddir, okkar maður Jón Þór Helgason stjórnaði söngupptökum og N3dek sá um production.

Lagið sjálft má finna hér að neðan en það er lauflétt, hressandi og sumarlegt. Einnig fylgir með öllu grimmari útgáfa þar sem Love Guru sýnir á sér nýja hlið, í ætt við annan íturvaxinn dægurlagasöngvara, svokallaður „Partísleikur“.

Hreimur Örn og hvítvínskonan í glæsilegu myndbandi
Þess má geta að glæsilegt myndband við lagið verður alheimsfrumsýnt á internetinu í kvöld. Myndbandið skartar þokkafullu fólki eins og Love Guru og MC Pung (Villa Neto), Hreimur Örn rífur í gítarinn og hvítvínskonan krassar partýið og fær sér í glas. Þá mun duglegasti aukaleikari landsins síðustu 20 ár, Papa Guru, taka að sér hið vandasama hlutverk plötusnúðsins. Myndbandið var tekið í ónefndri garðveislu á eina sumardegi ársins hingað til á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrri greinKoppafeiti á Unglingalandsmótinu
Næsta greinRjómabúið á Baugsstöðum opið um helgar