Loksins komið að Kjötsúpuhátíðinni

Hvolsvöllur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kjötsúpuhátíðin fer fram á Hvolsvelli um næstu helgi, eftir tveggja ára hlé. „Loksins, loksins,“ segja heimamenn.

Á fimmtudagskvöld verður Pétur Jóhann með uppistand í Hvolnum og á föstudagskvöld er komið að hinu einu sanna súpurölti á Hvolsvelli.

Á laugardag verður fjölbreytt dagskrá; Naflahlaupið, markaðir, barnaskemmtun og að sjálfsögðu kjötsúpa frá SS. Það verður djazzað í Sveitabúðinni Unu og um kvöldið verða stórtónleikar og brenna og flugeldasýning. Trúbador mun halda uppi stemningu í tjaldinu fram að dansleik í Hvolnum.

Á sunnudag verður ganga um Hvolsvöll með Ísólfi Gylfa og Leikhópurinn Lotta mun skemmta krökkum.

Fyrri greinPílukastfélagið endurvakið
Næsta greinÁrborg undir eftir fyrri leikinn