Lokatónleikar Engla og manna

Lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn verða næstkomandi sunnudag í Strandarkirkju og hefjast klukkan tvö.

Fram koma Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Arnheiður Eiríksdóttir messósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari.

Tónleikarnir bera yfirskriftina „Sem í draumi“ og verða á ljúfu nótunum. Þar leiða þær Jóna, Arnheiður og Helga Bryndís áheyrendur í draumheima með flæðandi dúettum eftir Mendelssohn og ljúfum sönglögum eftir Mozart, Fauré og Donaudy í bland við íslenskar perlur. Miðaverð er kr. 3.500 og miðasala er við innganginn.

Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlennskra sveitarfélaga, Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs og Tónlistarsjóði.

Fyrri greinTónlistarspuni í Bókakaffinu
Næsta greinÁrborg aftur á toppinn