Lögreglumessa í Skálholtskirkju

Lögreglumessa verður haldin í Skálholtskirkju á morgun, 1. maí, kl. 11.

Sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari en ræðumaður er Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Selfossi. Lögreglukórinn syngur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar en organisti er Jón Bjarnason.

Lögreglukórinn hvetur sérstaklega lögreglumenn, fjölskyldur þeirra og samstarfsfólk í lögreglunni til að fjölmenna og taka þátt í þessum hátíðlega viðburði.

Að lokinni messu verður léttur hádegisverður.