Lög Jónasar og Jóns Múla á karlakórstónleikum

Karlakórinn Þrestir. Við flygilinn situr Árni Heiðar Karlsson stjórnandi kórsins. Ljósmynd/Aðsend

Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði ætlar að syngja vorið inn með vortónleikum í Skálholtskirkju þann 1. maí næstkomandi kl. 14:00.

Kórinn telur í dag tæplega 40 meðlimi á öllum aldri þó skráðir félagar séu rúmlega fimmtíu.

Fluttar verða kóraperlur s.s. Fjallið Skjaldbreiður, Þú álfu vorrar og Ísland farsælda frón en einnig íslenskar dæguperlur eins og Tondeleyo, Jón Múla og Jónasar Árnasona-lög.  Ennfremur mun einn kórfélagana, Stefán Íslandi, syngja einsöng.

Undirleik annast strákar úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og á píanóið leikur Pétur Valdemarsson.

Karlakórinn Þrestir var stofnaður árið 1912 og er því elsti starfandi karlakór landsins. Kórstjóri er Árni Heiðar Karlsson.

Fyrri greinMarín Laufey glímukona mótsins
Næsta greinBergheimar til fyrirmyndar í umhverfismálum