Ljósmynda-samkeppnin Sumar á Selfossi

Samtök verslunar og þjónustu standa fyrir ljósmyndasamkeppni á bæjar og fjölskylduhátíðinni Sumar á Selfossi sem fer fram dagana 9.-12. ágúst nk.

Til þess að taka þátt þarft þú að senda inn sumarmynd sem tekin er á Selfossi á myndavél eða farsíma ásamt upplýsingum um þig á netfangið sumarmyndir2012@gmail.com.

Myndirnar verða svo til sýnis í Miðgarði á hátíðinni Sumar á Selfossi þar sem fólk getur kosið sýna uppáhalds mynd. Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndina í í flokki ljósmyndir teknar á farsíma og í flokki ljósmyndir teknar á myndavél.

Skiladagur ljósmynda er til miðvikudagsins 8. ágúst nk.

Nánari upplýsingar má finn á Facebook síðunni www.facebook.com/SumarASelfossi