Ljósleiðarahátíð í Árnesi

Í dag milli kl. 14 og 17 verður glaðst yfir því að þeir sem þiggja tengingu við „ljósið“ í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafa fengið ljósleiðarastrenginn í sitt hús.

Íbúum er boðið til fagnaðar í Árnesi af því tilefni. Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra stjórnar samkomunni og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heiðrar samkomuna með nærveru sinni.

Farið verður yfir framkvæmdasöguna í máli og myndum og í lok hátíðar verður flugeldum skotið á loft til staðfestingar.

Kaffiveitingar í boði og allir hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinNýjar áherslur á nýjum 800Bar
Næsta greinFélagsfundur hjá Dögun á Krúsinni