Ljósbrá og Laufey unnu Hljóðkútinn

Ljósbrá og Laufey ánægðar með sigurinn að keppni lokinni. Ljósmynd/Menntaskólinn að Laugarvatni

Ljósbrá Loftsdóttir og Laufey Helga Ragnheiðardóttir sigruðu í söngkeppni nemendafélagsins Mímis í ML, Blítt og létt, sem haldin var í síðustu viku.

Þær stöllur fluttu frumsamið lag, Cant’t hold it on, og hlutu hinn veglega verðlaunagrip Hljóðkútinn að launum.

Í öðru sæti varð Glódís Pálmadóttir sem flutti lag Christina Perri, Arms. Í þriða sæti urðu Riddararaddir, þau Karen Hekla Grönli, Þröstur Fannar Georgsson og Almar Máni Þorsteinsson sem fluttu Melanie Martinez-lagið Toxic.

Skemmtilegasta atriðið áttu svo Þungavigtarmennirnir, Hermundur Hannesson,  Ástráður Unnar Sigurðsson, Halldór Friðrik Unnsteinsson, Hörður Freyr Þórarinsson og Sölvi Rúnar Þórarinsson sem fluttu lag Ljótu hálfvitanna, Leðurspáin.

Tíu söngatriði kepptu um Hljóðkútinn svonefnda. Hljómsveit atvinnumanna lék undir flest laganna en í nokkrum þeirra voru það nemendur ML sem sáu um undirleik. Kynnar voru þau Sunneva Björk Helgadóttir og Sigurður Pétur Jóhannsson, sem fóru á kostum.

Keppnin var hin glæsilegasta og umgjörð öll sem nemendur ML sköpuðu sérlega fagmannleg. Nemendur ML og grunnskólanna sem voru á kynningardegi í ML, fjölmargir foreldrar og starfsmenn sem og íbúar víða að fjölmenntu á viðburðinn.

Fyrri greinKonan kærir gæsluvarðhaldsúrskurðinn
Næsta greinSelfyssingar áfram í bikarnum eftir spennuleik