Ljósakvöld í Múlakoti

Ljósakvöld í Múlakoti. Ljósmynd/Aðsend

Til að varðveita Guðbjargargarð í Múlakoti í Fljótshlíð og vinna að endurbótum á húsakosti þar efnir Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti til Ljósakvölds í Guðbjargargarði klukkan 19:30 laugardaginn 3. september.

Ljósakvöldið dregur nafn sitt af því að í Kaupmannahöfn 1928 til 1929 kynntist Ólafur Túbals, listmálari í Múlakoti, skrautljósum í Tívolí og trjágörðum. Við heimkomu setti hann þau upp í garði móður sinnar, Guðbjargar Þorleifsdóttur.

Auk ljósanna í trjánum minnast margir sem sóttu Múlakot heim lysthússins í garðinum. Nú er unnið að endursmíði hússins og styður vinafélagið við það framtak. Ljósakvöldið er meðal fjáröflunarleiða til þess.

Björn Bjarnason, formaður vinafélagsins, býður gesti velkomna. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur á Breiðabólstað, flytur ávarp. Þórður Helgason, fyrrv. dósent, flytur ljóð. Grétar Geirsson leikur á harmonikku. Kaffiveitingar. Aðgangseyrir 1.000 kr – ókeypis fyrir börn.

Fyrri greinRagnarsmót kvenna hefst í dag
Næsta greinSelfoss byrjar á sigri