Ljóð og sögur í Sunnlenska bókakaffinu

Í kvöld kl. 20 munu fjórir höfundar lesa úr verkum sínum á Sunnlenska bókakaffinu.

Það eru þau Gyrðir Elíasson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Óskar Árni Óskarsson, Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Sigríður Jónsdóttir.

Gyrðir tók nýlega við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs en á árinu hafa komið út tvær bækur í þýðingu hans. Það eru bækurnar Tunglið braust inní húsið sem er safn ljóðaþýðinga og bókin Hvernig ég kynntist fiskunum eftir tékkneska skáldið Ota Pavel.

Guðrún Eva Mínervudóttir gaf nýverið frá sér bókina Allt með kossi vekur og mun hún lesa úr henni, Óskar Árni Óskarsson les úr ljóðabók sinni Þrjár hendur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir les úr nýrri ljóðabók sem nefnist Daloon dagar og að lokum kynnir Sigríður Jónsdóttir bók sína Kanil en hún kom út fyrir skemmstu.

Komið og kynnið ykkur það nýjasta í íslenskum skáldskap. Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinÁlfheimar, FSu og BÁ vinna saman
Næsta greinHvergerðingar mótmæla lokun að Sogni