Ljóð, hrekkir og glæpir

Glæpadrottningin Yrsa mætir í Bókakaffið á Selfossi á fimmtudagskvöld og þá verða þar líka ljóðskáld, hrekkjalómur af Alþingi, lífs- og sálarspekúlantinn Gunnlaugur og sagnaskáldið Bragi Ólafsson.

Að vanda er húsið opnað klukkan átta og upplestur sem tekur rétta klukkustund hefst klukkan hálfníu. Á eftir gefst tækifæri til skrafs og áritana á bækur höfunda sem seldar eru á tilboðsverði.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Höfundarnir sem mæta eru eftirtaldir:

Ásmundur Friðriksson: Hrekkjalómafélagið.

Bragi Ólafsson: Sögumaður.

Einar Ólafsson: Í heiminum heima.

Einar Svansson: Elddropar.

Gunnlaugur B. Ólafsson: Lífið í blóma.

Heiðrún & Hrafnhildur: Ég erfði dimman skóg.

Óskar Árni Óskarsson: Fjörtíu ný og gömul ráð & Blýengillinn

Yrsa Sigurðardóttir: Sogið.

Fyrri greinSjö sækja um starf slökkviliðsstjóra
Næsta greinHamar úr leik í bikarnum