Ljóðalestur í Bókakaffinu

Skáldin Þórarinn Eldjárn og Anton Helgi Jónsson kynna nýútkomnar ljóðabækur sínar í Sunnlenska bókakaffinu á morgun, miðvikudaginn 30. apríl kl. 17:30.

Þórarinn gaf nýverið út bókina Tautar og raular og nokkrum dögum síðar sendi Anton Helgi frá sér bókina Tvífari gerir sig heimakominn.

Skáldin mun skiptast á um að lesa úr bókum sínum í Sunnlenska bókakaffinu og árita eintök fyrir þá sem það vilja.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir.