Ljóð og gátur í heitu pottunum

Sundlaugar Árborgar verða opnar um páskana líkt og undanfarin ár. Sundlaugarnar verða jafnframt í samstarfi við bókasöfnin yfir hátíðarnar en boðið verður upp á ljóð, gátur og fleira lesefni í heitu pottunum.

Allir ættu því að finna sér eitthvað áhugavert til lestrar í pottunum á Selfossi og Stokkseyri.

Sundhöll Selfoss er opin alla hátíðardagana frá 10:00 – 18:00 en almenna daga og laugardaginn 30.mars er venjuleg opnun.

Sundlaugin á Stokkseyri er opin alla hátíðardaga (nema páskadag) og laugardaginn 30.mars frá 10:00 – 15:00.

Fyrri greinJarðrask vegna framkvæmda við Ljósnetið
Næsta greinAllt rólegt við Heklu