Litlagleði í vetrarfríi á Bókasafninu

Hrönn Traustadóttir verður á Bókasafni Árborgar á Selfossi föstudaginn 26. febrúar frá kl. 10 -12 og býður ungu kynslóðinni að koma og lita myndir og hafa gaman saman.

Hrönn hefur verið með litatækni námskeið fyrir fullorðinsbækur og er stofnandi Facebook hópanna Leynigarðurinn og aðrar fullorðinslitabækur og Námskeið með Hrönn.

Þetta er ókeypis skemmtun í boði Hrannar og safnsins. Komið endilega með liti með ykkur.

Velkomin á Lesstofuna núna á föstudaginn milli 10 og 12. Hlökkum til að sjá ykkur.

Fyrri greinVilja bætta vetrarþjónustu og farsímasenda á Suðurstrandarvegi
Næsta greinLögregluvakt hætt í Reynisfjöru