Listsýning á verkum nemenda Sunnulækjarskóla 

Ljósmynd/Aðsend

Í dag opnaði listsýning nemenda Sunnulækjarskóla í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Sýningin er opin til 6. júní en verkin á henni eru unnin í valfögunum grafísk hönnun og myndlist.

Í grafískri hönnun útbjuggu nemendur bókverk tengd áhugamálum sínum og myndskreyttu, hönnuðu leturgerð, uppsetningu og útlit. Einnig æfðu þeir sig í hreyfimyndagerð, gerð vörumerkja og fleira.

Í myndlist prófuðu nemendur sig áfram með mismunandi efni og áhöld tengda listsköpun svo sem vatnsmálingu, acryl pour, string art, leir og model teikningu. Auk þess unnu nemendur verk út frá áhugasviði sínu þar sem þeir fóru í gegnum sköpunarferli frá hugmynd að loka útkomu.

Allir eru velkomnir á sýninguna í Listagjánni.

Fyrri greinSumarlestur í Sunnulæk
Næsta greinFramboðslisti VG samþykktur