Listaveislunni lýkur í dag

Listaveislan í Skólahúsi í Þykkvabæ verður opin í dag kl. 14-17 og er þetta síðasti opnunardagurinn.

Þar má sjá málverk eftir Gunnhildi Þórunni Jónsdóttur frá Berjanesi og Sigrúnu Jónsdóttur frá Lambey. EInnig eru á sýningunni ljósmyndir eftir RAX, teknar víðsvegar um landið og mannlífsmyndir úr Þykkvabæ frá 1954 teknar af Guðna í Sunnu.

Kaffiveitingar eru seldar á staðnum.