Listaveislan Efemía á Hellu

Þriðjudaginn 12. ágúst opnar listaveisla að Hólavangi 18 á Hellu, undir yfirskriftinni Efemía.

Á sýningunni sýna níu listamenn verk sín. Sýningin stendur frá klukkan 18:18 á þriðjudag og til klukkan 18:18 sunnudaginn 24. ágúst.

Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Íris Arnardóttir, Dorothee Lubeki, Helena Kristinsdóttir og Katrín J. Óskarsdóttir.

Um sölusýningu er að ræða og er hún staðsett í litlu, fallegu húsi í gamla þorpinu á Hellu, í töfrandi garði með mongolísku yurt tjaldi. Þar verður heyskaparlokum fagnað með upplifun á ýmiskonar list. Í tjaldinu má meðal annars finna verk eftir RAX í eigu Brynju Rúnarsdóttur af fjallmönnum á Landmannaafrétti og ýmsum bændum og búaliði.

Írska þjóðlagið Efemía er titillag sýningarinnar og mun Dana Ýr Antonsdóttir flytja það við opnun sýningarinnar.

 

Fyrri greinTöðugjöldin hefjast á morgun
Næsta grein180 ára afmæli Búrfellskirkju fagnað í blíðskaparveðri