Listasafnið í samstarfi við Musée D´Orsay

Alda Rose með Thomasine Giesecke og nemendum í smiðjunni í Musée d'Orsay. Ljósmynd/Listasafn Árnesinga

Listasafn Árnesinga hefur verið í samstarfi við listasafnið Musée d’Orsay síðustu misserin.

Síðasta haust kom gestakennarinn Thomasine Giesecke frá Musée d’Orsay í heimsókn á Listasafnið og fór hún í fjölmarga skóla í Árnessýslu með verkefninu Smiðjuþræðir.

Alda Rose, verkefnastjóri fræðslu, hjá Listasafni Árnesinga fór svo á dögunum í heimsókn til Giesecke í þetta glæsilega safn í París og fékk að fylgjast með safnakennslu þar.

Samstarfið mun svo halda áfram þar sem Giesecke mun snúa aftur í Hveragerði í lok sumars og halda fleiri smiðjur hjá Listasafni Árnesinga.

Fyrri greinGul viðvörun: Austan stormur og snjókoma
Næsta greinLið Nonnenmacher sigraði aftur