Listamannaspjall með Maju í dag

Listakonan Maja Siska í Skinnhúfu í Holtum býður gestum að ganga með sér um sýningu sína AK Remix í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu kl. 15 í dag.

Þar ræðir Maja við gesti um það sem fyrir augu ber en verk hennar eru máluð á 100 ára gamlar bárujárnsplötur sem áður klæddu Villingaholtskirkju í Flóa.

Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18 til 20. júní.