Listamannaspjall á sunnudaginn

Listamannaspjall verður í Listasafni Árnesinga í Hveragerði sunnudaginn 17. september frá klukkan 14:00.

Listamannaspjall Jakobs Veigars Sigurðssonar verður klukkan 14:00 og klukkutíma síðar mun Ragnheiður Jónsdóttir spjalla við sýningarstjórann Daríu Sól Andrews. Takmarkað pláss er á safninu, þannig að það er um að gera að mæta tímanlega.

Sýningar Ragnheiðar og Jakobs Veigars opnuðu í Listasafni Árnesinga þann 2. september síðastliðinn og hafa fengið frábærar viðtökur.

Ragnheiður er einn virtasti listamaður þjóðarinnar og hlaut hún í ár heiðursviðurkenningu frá Myndlistarráði fyrir einstakt framlag til íslenskrar myndlistar. Jakob Veigar starfar og býr í Vínarborg en er uppalinn í Hveragerði.

Aðgangur að Listasafni Árnesinga er ókeypis – eins og alltaf.

Fyrri greinFjárlög 2024: Framkvæmdir við Ölfusárbrú hefjast
Næsta greinQ&A sýning á Kulda í Bíóhúsinu