Lífsverk Ámunda Jónssonar snikkara

Laugardaginn 8. febrúar kl. 14:00 mun Guðrún Arndís Tryggvadóttir og kynna bók sína LÍFSVERK – Þrettán kirkjur Ámunda Jónssonar og um leið opna sýningu á þrjátíu verkum sínum úr bókinni í Menningarsal Oddasóknar í Safnaðarheimilinu á Hellu.

Verkefnið byggir á rannsókn um lífsverk Ámunda Jónssonar (1738-1805) smiðs á Suðurlandi.

Dagskráin hefst kl. 14:00 með fyrirlestri um líf og störf Ámunda en hann starfaði í Árnes- og Rangárvallasýslu á 18. öld og byggði þar þrettán kirkjur og skreytti með verkum sem sum er enn að finna í sex kirkjum, þ.e. Keldnakirkju, Krosskirkju, Kálfholtskirkju, Oddakirkju, Mosfellskirkju og Gaulverjarbæjarkirkju.

Sýningin á vatnslitamyndum Guðrúnar úr bókinni verður opin til 28. febrúar á opnunartímum Menningarsals Oddasóknar, Dynskálum 8 á Hellu.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinÞórsarar sterkir á lokakaflanum
Næsta greinStöðvaður tvisvar í akstursbanni