Lífrænn dagur á Sólheimum

Það er afar stór dagur á Sólheimum í Grímsnesi á laugardaginn en þá er lokadagur menningarveislunnar sem hefur staðið í allt sumar.

Lífræni dagurinn verður á torginu, þar verður slegið upp tjaldi og boðið uppá lífrænar afurðir úr ræktun og framleiðslu Sólheima. Helga Mogensen verður gestakokkur og býður uppá listagóðar lífrænar kræsingar í kaffihúsinu. Á markaðnum verða tvíburabræðurnir Andri Snær og Bragi Fannar frá Höfn með dynjandi harmonikkutónlist.

Í Sólheimakirkju mæta Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds og slútta menningarveislunni rétt eins og síðustu ár og alltaf mikil gleði í kringum þessa menn oger einlæg tilhlökkun hjá Sólheimabúum að fá þá á svæðið. Tónleikarnir hefjast kl:14:00.

Hátíðin hefst á laugardaginn klukkan 12:00 og stendur til kl 18:00.

Þennan dag eru síðustu forvöð til að skoða sýningarnar og eru trén í Íþróttaleikhúsinu nú orðin full laufguð af fallegum kveðjum, skilaboðum og öðrum hugleiðingum frá gestum og íbúum Sólheima sem hafa skreytt trén í allt sumar.

Fyrri greinStórleikur í Hveragerði
Næsta greinLést í slysi á Suðurlandsvegi