Lífræn ræktun í heimilisgörðum

Í kvöld kl. 20:30 verður Jóhanna B. Magnúsdóttir með fyrirlestur um lífræna ræktun í heimilisgörðum á Hótel Geirlandi í Skaftárhreppi.

Fjallað verður um legu og skipulag matjurtagarðsins, um einkenni lífrænnar ræktunar, jarðveginn og nauðsynlegustu næringarefnin. Einnig um lífrænar varnir og safnhauginn. Þá er rætt um forræktun og sáningu innan húss, sáningartíma helstu tegunda og að lokum fjallað um einstakar tegundir matjurta og ræktun þeirra.

Jóhanna er garðyrkjufræðingur og hefur unnið við vottaða lífræna ræktun sl. 5 ár. Í vor, eins og undanfarin ár, er hún með námskeið í matjurtaræktun þar sem lögð er áhersla á lífræna ræktun og verklega kennslu. Einnig hefur hún haldið fyrirlestra um matjurtarækt í heimilisgörðum víða um land.

Allir áhugasamir velkomnir!