Lewis taflmenn í Fischersetrinu

Fischersetrið á Selfossi opnar fimmtudaginn 15. maí og verður opið daglega í sumar frá 14-16, til 15. september. Góður hópur sjálfboðaliða úr hópi eldri borgara og annarra sjá um að standa vaktina í Fischersetri í sumar.

Ýmislegt nýtt er komið í Setrið eins og t.d. fræðsluþáttur BBC um einvígið 1972 svo og ýmsir skákmunir og skákbækur tengdir einvíginu. Einnig er á safninu eintak af Lewis taflmönnum en þeir eru álitnir elsta fyrirmynd núverandi taflmanna og er komin tilgáta um að þeir séu upprunalega íslenskir.

Aðgangseyrir að safninu er 750 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir 12 ára og yngri.