Lestir og brestir í Strandarkirkju

Lestir og brestir er yfirskrift næstu tónleika í tónleikaröðinni Englar og menn í Strandarkirkju, sunnudaginn 16. júlí kl. 14.

Þar koma fram sópransöngkonurnar Guðrún Brjánsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir ásamt Einari Bjarti Egilssyni píanóleikara. Þau flytja sönglög, aríur og dúetta sem fjalla á einn eða annan hátt um mannlega lesti og bresti.

Á dagskránni eru m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Schubert, Grieg, Verdi og Mozart.

Miðaverð er kr. 3.500 og miðasala er við innganginn.

Tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlennskra sveitarfélaga, Tónlistarsjóði kirkjunnar og STEFs og Tónlistarsjóði.

Fyrri greinNýr og uppfærður vefur Safe Travel tekin í notkun
Næsta greinJafnt í toppslagnum