Lesið úr nýjum bókum í Bókakaffinu

Í kvöld kl. 20 verður fyrsta upplestrarkvöld vetrarins í Sunnlenska bókakaffinu.

Þá munu lesa úr verkum sínum þau Steinunn Sigurðardóttir, Óttar M. Norðfjörð og Haukur Ingvarsson. Bækurnar sem rithöfundarnir munu kynna eru Jójó eftir Steinunni, Lygarinn eftir Óttar og Nóvember 1976 eftir Hauk.

Húsið opnar kl. 20:00 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.