Lesið í myndir á listasafninu

Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur flytur erindi og les í myndir á Listasafni Árnesinga í Hveragerði kl. 15 í dag.

Á safninu stendur yfir sýningin Íslensk myndlist – hundrað ár í hnotskurn. Í erindi sínu fjallar Úlfhildur um myndmál og myndlæsi og notast við dæmi úr Ikea-bæklingum, auglýsingum og myndasögum, auk annars sem til fellur.

Eftir að hafa hlýtt á erindi Úlfhildar er forvitnilegt fyrir gesti að rýna í sýninguna á safninu og leita tákna, tengja og túlka. Sýningin er samstarfsverkefni með Listasafni Íslands og val verkanna á sýningunni er byggt á þeirri hugmynd að þau endurspegli ákveðinn tíðaranda og hugmyndafræði en ekki einstaka listamenn eða þróun þeirra.

Fyrri greinGríðarlegar drunur í jöklinum
Næsta greinHaldið upp á Dag umhverfisins