Sirrý Fjóla Þórarinsdóttir frá Þorlákshöfn svaraði nokkrum jólaspurningum fyrir sunnlenska.is
Hvort ertu meiri skröggur eða jólaálfur? Jólaálfur, ég elska jólin og hef alltaf gert! Hlusta á jólalög allt árið um kring.
Uppáhalds jólasveinn? Hurðaskellir því hann er hávær eins og ég.
Uppáhalds jólalag? Ég á svo mörg, en ég elska Carol of The Bells, Somewhere in My Memory og Please Come Home for Christmas. Eða bara allt með Baggalút.
Uppáhalds jólamynd? Það dæma mig allir fyrir þetta en ég elska Princess Switch myndirnar. Lélegar Netflix jólamyndir eru alveg jólahefð hjá mér.
Uppáhalds jólaminning? Kannski þegar að við fjölskyldan vorum saman í New York ein jólin. Það var æðislegt, alveg eins og í jólamynd! Væri til í að gera það aftur.

Uppáhalds jólaskraut? Mamma og pabbi eiga svona jólaspiladós sem að lítur út eins og parísarhjól. Mér hefur alltaf fundist hún mjög falleg og var alltaf að hlusta á hana sem barn.
Minnistæðasta jólagjöfin? Örugglega þegar vinkona mömmu gaf okkur öllum ferð til Grikklands í heimsókn til hennar, annars á ég margar minnistæðar jólagjafir.
Hvað finnst þér ómissandi að gera fyrir hver jól? Það er kannski ekkert ómissandi en ég kýs að hafa hreint um jólin og hreint á rúminu þannig ég vil helst geta græjað það. Reyndar í seinni tíð hef ég alltaf farið á aðventutónleika í Lindakirkju þar sem öll tengdafjölskylda mín spilar, þá í rauninni byrja jólin, ég vil alls ekki missa af þeim.
Hvað er í jólamatinn? Við erum með reyktan lambahrygg og það er það besta í heimi.
Ef þú ættir eina jólaósk? Að við gætum öll lifað í sátt og samlyndi, virt hvort annað og að hörmungarnar á Gaza og víðar í heiminum myndu hætta.

