Leitin að gullinu

Gullkistan, dvalarstaður fyrir skapandi fólk, stefnir að því að halda röð námskeiða í vetur undir vinnuheitinu Leitin að gullinu.

Þar er vísað í þjóðsöguna um Gullkistuna en jafnframt í það að allir eiga gull í sköpunarhæfileikum sínum sem ber að hlúa að.

Öll námskeiðin verða hugsuð þannig að unnið verður út frá umhverfi, menningu, sögu og hefð nánasta umhverfis í Laugardalnum. Þannig verður tryggt að það sem gert er á námskeiðunum verður ný sýn og ný nálgun á margt sem fyrir er. Gert er ráð fyrir að almenningur muni hafa aðgang að þeim afurðum sem til verða á þessum námskeiðum.

 • Þjóðsagan um Gullkistuna
  Teikning / Teiknimyndasögur.
  Kennarar: Peeter Krosmann listamaður og kennari við Tartu Art School í Eistlandi og Kristveig Halldórsdóttir listamaður og kennari í Borgarholtskóla.
  Þema: Þjóðsagan um Gullkistuna
  Tími: 17. september 2011
  Klukkan 9 – 17 ( 1 klst matarhlé + kaffi)
  Fjöldi nemanda: 15 hámark
  Verð fyrir mámskeið: 14.000,-
  Opið hús fyrir almenning til að sjá afrakstur dagsins frá 17 – 18
 • Furðuskepnur og tröll
  Barnanámskeið.
  Kennarar: Baniprosonno, listamaður og kennari frá Indlandi og Alda Sigurðardóttir listamaður
  Tími; 15. og 16. október 2011
  Fyrir börn á öllum aldri 4 – 104 ára
  Kl: 13:00 – 17:00 (einn hópur hvorn dag)
  Fjöldi nemenda: 12 hámark
  Gjald: kr. 4.000,-
  Efniskostnaður innifalinn.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda e-mail á gullkistan@gullkistan.is (Fullt nafn, heimilisfang, sími, netfang)

Fyrri greinÁkvörðun refsingar frestað
Næsta greinSýning Unnar út september