Leitin að einkennilegasta örnefninu

Sunnlenska fréttablaðið leitar nú að einkennilegasta örnefninu á Suðurlandi.

Lesendur blaðsins eru hvattir til að senda inn tilnefningar, lýsingu á viðkomandi stað, uppruna örnefnis og helst ljósmynd í þeim tilfellum sem mögulegt er.

Saga og lýsing hvers örnefnis ásamt mynd verður svo birt í blaðinu og að lokum gefst lesendum kostur á að velja það örnefni sem þeim finnst einkennilegast eða sérkennilegast.

Hversvegna Gjábakki? Kolviðarhóll? Pula? Kattarhryggur? Hvað býr að baki nafngiftarinnar?

Tilnefningar með upplýsingum um sendanda berist Sunnlenska fréttablaðinu, Austurvegi 22, 800 Selfossi, eða í netpósti á sunnlenska@sunnlenska.is.

Fyrri greinMagma Energy vill í Kerlingarfjöll
Næsta greinLárus með eina mark Ægis