Leitað að hugmyndum fyrir Vor í Árborg

Skátafélagið Fossbúar hefur verið með dagskrá á Vori í Árborg á sumardaginn fyrsta.

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2020″ verður haldin 23.- 26. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hefur sveitarfélagið Árborg auglýst eftir tillögum að dagskráratriðum eða hugmyndum að menningarviðburðum á hátíðinni.

Fjölskylduleikurinn, „Gaman- saman sem fjölskylda” verður sem fyrr hluti af hátíðarhöldunum. Sértakt vegabréf verður gefið út með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað verður í eftir þátttöku í atburðum og heimsóknum á viðburði. Vegabréfinu er síðan skilað inn eftir hátíðina og eiga þátttakendur möguleika á veglegum vinningum.

Áhugasamir hafi samband við Ólaf Rafnar Ólafsson, atvinnu- og viðburðafulltrúa, olafur.rafnar@arborg.is eða Braga Bjarnason, deildarstjóri frístunda- og menningardeildar, bragi@arborg.is

Fyrri grein„Að teikna og mála jafn nauðsynlegt og að sofa og borða“
Næsta greinHalldór Jóhann tekur við Selfoss