Leitað að efni með Rokkömmunni

Andrea Jónsdóttir og Yoko Ono. Ljósmynd/Aðsend

Framleiðendur heimildarmyndarinnar Rokkamman leita nú að nýju og gömlu efni sem tengist Andreu Jónsdóttur.

Nú er unnið er að heimildarmynd um Andreu, sem er útvarpskona, DJ, hippi, rokkari og pönkari sem hefur farið sínar eigin leiðir og túlkað strauma og stefnur í tónlist og tísku undanfarin 50 ár. Andrea er fædd og uppalin á Selfossi og því aldrei að vita nema gamalt efni sem tengist henni leynist í geymslum eða skápum á bökkum Ölfusár. 

Framleiðslufyrirtækið Tattarrattat framleiðir myndina en leikstjóri hennar er Hrafnhildur Gunnarsdóttir og framleiðandi er Anna Hildur Hildibrandsdóttir.  Þær leita nú að gömlum útvarpsupptökum á kassettum frá árdögum Rásar 2 og ljósmyndum og myndböndum sem mega vera bæði gömul og ný.

Hægt er að hafa samband og senda efni í gegnum Facebook síðuna Rokkamman eða á rokkamman@gmail.com svo er Rokkamman líka á Instagram

Andrea æfði og keppti í sundi með sunddeild Umf. Selfoss á yngri árum og er hér á mynd með Ingunni Guðmundsdóttur, sem kennd er við Pylsuvagninn. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinSr. Axel þjónar Breiðabólsstaðarprestakalli
Næsta greinRóleg helgi hjá lögreglunni